Nú er kominn „Staðarhaldari nr. 2“ og hver haldið þið að það sé, enginn annar en Þráinn okkar sem svo oft hefur reddað fólki. Hann hitti þessa kátu Kerhraunara á förnum vegi í bruna kulda helgina 16.-17. mars 2013. .…
Fólk á förnum vegi – Auðvitað Kerhraunarar

15. mars 2013 – Það lokkar og laðar Kerhraunið á svona degi
Ef einhverjum hefur dottið í hug að sitja heima um helgina þá ætti sá hinni sami að hugsa sig vel um, hvernig væri að skella sér í Kerhraunið og njóta þess sem þar er að sjá og finna.Þessar fallegu myndir…
Heitavatnslaust verður í dag, þriðjudaginn 12. mars
Þar sem hreinsun á borholu stendur yfir verður heita vatnið ekki aðgengilegt í allt að 5 tíma.
Stjórnarfundargerð 7. mars 2013
Sjá Innranet: Stjórnarfundir
Aðalfundur verður mánudaginn 25.mars 2013 kl. 20:00
Fundurinn verður haldinn í Skátaheimilinu í Garðabæ, stundvíslega kl. 20:00. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Framlagning ársreiknings 2013 3. Kosning formanns 4. Kosning annarra stjórnarmanna 5. Kosning varamanna 6. Kosning endurskoðanda og varamanns hans 7. Framkvæmdagjald fyrir árið 2013 lagt fram til samþykktar* 8. …
Að sögn STAÐARHALDARA er allt í sóma í Kerhrauninu eftir hvellinn sem kom
Hvellurinn sem kom í gær þann 5. mars skyldi eftir sig snjó hingað og þangað, þó má nefna að það er ansi mikil aska sem barst og er snjórinn hálfbrúnn, að öðru leiti getur fólk verið pollrólegt að sögn STAÐARHALDARA.
Nú er það SVART, allt er HVÍTT – fréttir frá STAÐARHALDARA 6. mars 2013

Það er ekki ónýtt á degi sem þessum að vita til þess að í Kerhrauni sé STAÐARHALDARI sem hugsar vel um okkur, þau hjón fara í bíltúr um svæðið til að kanna hvort ekki sé allt í lagi og svala forvitni fréttaritara…
Stjórnarfundardagskrá 7. mars 2013
Stjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 7. mars á A Mokka og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Ákveða dagsetningu fyrir aðalfund 2013 2. Framkvæmdaáætlun fyrir 2013 3. Gamla Biskupstungnabrautin 4. Önnur mál
Veðurblíðan nýtt – Grunnur tekinn að „Leikhúsinu“
Veðrið hefur leikið við okkur þennan veturinn en nú eru blikur á lofti að það sé kólnandi veður á leiðinni til okkur, þrátt fyrir það þá eru þær fréttir frá fyrstu hendi að Þráinn hinn mikli framkvæmdamaður hafi um helgina tekið fyrstu…
Veðráttan hefur sínar góðu hliðar en líka veldur hún vandræðum blessunin
Það er ekki tekið út með sældinni að skreppa í Kerhraunið þessa dagana þar sem allt ætti að vera í snjó og smá hálku, veðurguðirnir eru í hitastuði, svo hafa þeir skvett hressilega úr sér síðustu dagana og nú er svo…