Nú er það SVART, allt er HVÍTT – fréttir frá STAÐARHALDARA 6. mars 2013

Það er ekki ónýtt á degi sem þessum að vita til þess að í Kerhrauni sé STAÐARHALDARI sem hugsar  vel um okkur, þau hjón fara í bíltúr um svæðið til að kanna hvort ekki sé allt í lagi og svala forvitni fréttaritara þegar mest liggur við.

Í dag miðvikudaginn 6. mars 2013 má segja með sanni að það hafi orðið skil í Kerhrauninu, þá kom fyrsti hvellurinn eins og reyndar á landinu öllu. Það er á svona dögum sem hugurinn er á staðnum því alltaf getur eitthvað komið upp á og þá er ekki gott að geta ekkert gert, þá kemur til þessi þrotlausa eljusemi STAÐARHALDARANNA að róa og upplýsa hver staðan er og þau gera það með glöðu geði..

Ekki lengið verið að renna  um svæðið og fullvissa fréttaritarann um að allt sé með felldu, svo er myndað í bak og fyrir, mailið svífur inn í boxið og þar er ekkert óveður. Nú er komið að úrvinnslu og hér er hún.

Það er eins í Kerhrauninu eins og á höfuðborgarsvæðinu að þegar vind lægir þá kemur í ljós að þetta er mest fjúk og rennir í skafla hingað og þangað og mest þó þangað.

Innilegt þakklæti til ykkar Sóley og Gunni, þið eruð sko sannir STAÐARHALDARAR.

 

Það er einhver RÓMANTÍK yfir þessari mynd

 

.
Ekki skortur á vatni og enn greið leið í pottinn
.

.
en þá er það spurningin hvort hjónakornin komist út
.

.
Þegar vorið kom gerðist þetta, nú er vorið farið og hvað gerist þá?
.

kl. 2:00 var snjóskaflinn kominn upp að glugga

En þau hafa nóg að bíta og brenna, geta þvegið sér, hafa rafmagn, tölvu- og símasamband, er hægt að biðja um meira. Satt best að segja þá stendur mikið til, eftir að þau komu upp nokkrum þakplötum um síðustu helgi þá þeyttist Sóley inn og prjónar og prjónar þannig að allt verði nú tilbúið þegar Kerbúðin verður opnuð í vor.


.

ætla að leyfa mér að nefna þennan trefill, hann minnir mig á snjó þó hann sé blár,því finnst mér hann eigi að heita“SKAFLINN“