Veðurblíðan nýtt – Grunnur tekinn að „Leikhúsinu“

Veðrið hefur leikið við okkur þennan veturinn en nú eru blikur á lofti að það sé kólnandi veður á leiðinni til okkur, þrátt fyrir það þá eru þær fréttir frá fyrstu hendi að Þráinn hinn mikli framkvæmdamaður hafi um helgina tekið fyrstu skóflustunguna að „Leikhúsinu“.

Hvort þarna verði sýnd verk á borð við Ofviðrið eftir William Shakespeare eða Þögnin eftir Andrés Indriðason skal ósagt látið en það sem mestu máli skiptir er að það er hugur í fólki og gaman að vita til þess að það skuli vera að rísa „Hjónadyngja“ og „Leikhús“ í Kerhrauninu veturinn 2013.

 


.