Veðráttan hefur sínar góðu hliðar en líka veldur hún vandræðum blessunin

Það er ekki tekið út með sældinni að skreppa í Kerhraunið þessa dagana þar sem allt ætti að vera í snjó og smá hálku, veðurguðirnir eru í hitastuði, svo hafa þeir skvett hressilega úr sér síðustu dagana og nú er svo komið að gamla Biskupstungnabrautin er ekki alveg upp á sitt besta.

Það er ekki hægt að fara inn á veginn með malarhlass þannig að við verðum að vona að það frysti en þið ykkar sem eruð á ferðinni vinsamlegast farið varlega þannig að ekki hljótist skaði af og stórir bílar aðstoða þá litlu, t.d. á Yaris frekar erfitt í svona ástandi.

Hæðarendalækurinn er líka eins og beljandi stórfljót, hvað er að gerast ?

Svona getur febrúar farið með landið okkar