Það er orðinn fastur liður að taka rúnt um svæðið í sumarlok, kanna hvað hefur verið gert og festa það á filmu svo eitthvað komi nú inn í minningabankann. Eftir langa rigningartíð þá birti upp í dag 15. september og…
Húsin í Kerhrauni 2021 – Framkvæmdir hér og þar

Golfmót Kerhraunara 2021 haldið 29. ágúst

Eins og alltaf þá er eitthvað skemmtilegt að gerast í Kerhrauninu og nú skal greint frá „Golfmóti Kerhraunara“ 2021 en það er svo sannarlega komið til að vera. Ásgeir reið á vaðið og ákvað að tilkynna að mótið yrði haldið…
Skógarkerfill

Mig langar að vekja athygli ykkar kæru Kerhraunarar á þessari plöntu sem ég tel að sé farin að dreifa sér hér inn á svæðinu okkar en Skógarkerfillinn er skaðræðisplanta eins og má lesa hér í eftirfarandi grein. Endilega kannið hvort…
Nýtt símahringiapparat í rafhliðið

Eins og mörg ykkar muna þá urðu hnökrar á rafhliðinu um páskana og því keypti Finnsi nýtt tæki til að setja upp til bráðabirgða þar sem búið var að ákveða að setja upp nýtt en gamla gaf sig fyrr en gert…
Varðeldurinn um Versló 2021

Varðeldurinn er kominn til að vera það eitt er víst og þrátt fyrir COVID var ákveðið að hittast og ylja sér við eldinn, brennustjórinn okkkar Elfar Eiríksson sá til þess ásamt Jón Björgvin Björnssyni að koma eldivið inn í „Gilið“…
Verðlaunaafhending – „Ólympíuleikar barna“ 2021

Það má með sanni segja að börnin hafi staðið sig vel um Versló þegar þau leystu allt það sem fyrir þau var lagt, ekki síst hvað þetta var skemmtilegt og nú fer þetta í minningabankann þeirra um skemmtilega helgi. Þakka…
Versló 2021 – „Ólympíuleikar barna“ voru mikil skemmtun

Enn og aftur sannast það að við eigum fjölbreyttan hóp Kerhraunara sem mun erfa landið en um Versló 2021 á „Ólympíuleikum barna“ þá var ekki hægt að gera upp á milli þeirra sem kepptu og í augum dómara þá „UNNU…
Kerbúðin 10 ára og nú er blásið til lokaopnunarhelgar

Upphaf Kerbúðarinnar má rekja til vorsins 2011 en það var hún Tóta okkar sem var svo framtakssöm að baka handa okkur hinum og til þess að gera fólki kleift að nálgast varninginn þá var gripið til þess ráðs að nota…
„MINI varðeldur“ í Gilinu laugardagskvöldið 31. júlí kl. 20:00

Til að gera okkur kleift að hittast annað kvöld þá verður „Mini varðeldur“ tendraður kl 20:00 og auðvitað vita allir að nú er ástandið ekki gott hér á landi og því verðum við sem ætlum að mæta að gæta ítrustu…
Versló 2021 – „Ólympíuleikar barna“ í skugga COVID

Engann hefði órað fyrir því að við vætum enn að glíma við COVID í águst 2021 en þannig er nú ástandið og því snúm við vörn í sókn og gerum þetta þannig í þetta sinn að engin áhætta sé tekin.…