Kerbúðin 10 ára og nú er blásið til lokaopnunarhelgar

Upphaf Kerbúðarinnar má rekja til vorsins 2011 en það var hún Tóta okkar sem var svo framtakssöm að baka handa okkur hinum og til þess að gera fólki kleift að nálgast varninginn þá var gripið til þess ráðs að nota traktorinn hennar Gunnu og var honum komið fyrir við enda langa kaflans og í kerrunni voru kælibox fyrir vörurnar – yndislegar minningar.

Svo var það úr að ákveðið var að hugsa stórt og byggja stærra og það er sú búð sem enn er notuð 10 árum seinna.

Nú því skal fagnað og þeir sem lagt hafa á sig að gera þetta skemmtilegt fá þakkir fyrir því það eru ófáar kökurnar sem runnið hafa í maga okkar.

Þessa helgi er síðasta opnunarhelgi ársins og því er marg skemmtilegt í boði og auðvitað á SPOTTPRÍS.

Til að gera þetta mögulegt er treyst á aðstoð ykkar og það væri gaman að þið stuðluðuð að því að áframhald yrði á þessu.

Sölukonur þakka fyrir stuðninginn og líka þær sem eru fjarverandi í dag – Takk stelpur fyrir dugnaðinn í ykkur

MUNIÐ AÐ MARGAR VÖRUR ERU Á AFSLÆTTI ÞESSA HELGI  – SJÁUMST

 

ERUM AÐ BLIKKA YKKUR….

Enn eru til unaðsvörur – mæli með þeim (Gunna)


Armbönd og kökur og sápur í neðri  hillunni


Kökur, sultur og húfur


Hálsmen, jólakransar (ekki seinna vænna)


Gefins þar sem miðinn er


Fyrstu brosin