Verðlaunaafhending – „Ólympíuleikar barna“ 2021

Það má með sanni segja að börnin hafi staðið sig vel um Versló þegar þau leystu allt það sem fyrir þau var lagt, ekki síst hvað þetta var skemmtilegt og nú fer þetta í minningabankann þeirra um skemmtilega helgi.  Þakka ber Hörpu Sævarsdóttur, stjórnarkonu fyrir vel unnið verk og börnunum fyrir að vera með.

Enn og aftur skal ítrekað að allir Kerhraunarar „hlakka til að sjá ykkur á næsta ári“ og þá eru börnin sum orðin unglingar. Takk krakkar mínir.