Varðeldurinn um Versló 2021

Varðeldurinn er kominn til að vera það eitt er víst og þrátt fyrir COVID var ákveðið að hittast og ylja sér við eldinn, brennustjórinn okkkar Elfar Eiríksson sá til þess ásamt Jón Björgvin Björnssyni að koma eldivið inn í „Gilið“ og fá þeir þakkir fyrir það að vera svona duglegir.

Brennan var tendruð kl 20:00 og smá saman dreif fólk að og gætti vel að sóttvörrnum. Brennustjórinn gerði ítrekaðar tilraunir til að  reykeitra fyrir fréttaritaranum…))  en brennugestir fengju rmargir að finna fyrir honum og margir felldu tár og hóstuðu……))) en allt fór samt vel.

Það er gaman að hittast og til að gera kvöldið skemmtilegt fyrir börnin þá höfðu skötuhjúin Úlla og Helgi séð til þess að börnin fengju prik og deig þannig að þau gætu bakað sér brauð, eitthvað bar þó á því að það baksturinn færi í súginn en all margir með góða takta í bakstri.

Takk inilega Úlla mín og Helgi,



Birtist ekki blómadrottning Úlla með prik, deig og alles og þar með var ekki aftur snúið, allir vildu baka


Helgi maðurinn hennar Úllu kennir bakstur


Hér er fyrsta reykský brennukóngsins






Held að Hörður verði bara áfram forstjóri – algjör brauðrúst…)))



Á  þessari stundu var Hörður rétt búinn að jafna sig eftir reykinn


en Ingólfur og við hin nánast að kafna



Harpa var alveg á því að ekki væri seinna vænna að veita blómaverðlaunin því fólk var farið að hósta og hósta og tárast og tárast,
það átti sem sagt að veita verðlaun fyrir „Blómadrottninguna“ og „Blómakonunginn“.

Eins og Harpa orðaði það þá var ekki mikill vandi að velja „Blómadrottninguna“ því allir voru sammála um að enginn gæti skákað Úllu

Mikið var leitað að arfa, fræjum eða bara einhverju á höfði karlann en ekkert fannst og því var ákveðið að afmælisbarn dagsins
hann Sveinn Örvar hlyti hin eftirsóttu verðlaun en enga á ég mynd af honum – please senda mér.

Síðar kom í ljós að „Kóngurinn“ var bara ekki á staðnum og er beðinn um að koma að ári til að fá verðlaunin sín.

Allir höfðu tekið eftir „Blómaálfunum þremur“ og það var því við hæfi að kalla þær upp enda stórglæsilegar


Kvöldið var bara mjög skemmtilegt þrátt fyrir að skuggi COVID væri yfir okkur en við vorum öll til fyrirmyndar en ég veit þó að margir tóku myndir sem mér hafa ekki borist og myndi vilja fá þær sendar


Stjórn vill þakka öllum þeim sem komu að undirbúnini helgarinnar og öllum þeim sem mættu á viðburði og hlakka mikið til að hittast að ári og þá vonandi í hömlulausu ástandi en í lokin þá er hér eitt gott myndband af alsælum brennuvargi.

Jón mikið vildi ég að við hefðum tekið lagið saman, lagaval kvöldsins var gott enda þú , Hallur og Harpa góð í þessu.



Facebook