Nú þegar jólin eru alveg að skella á þá er tilvalið að fara yfir það sem gera þarf og búið er að gera, mér finnst ég persónulega alveg vera að týna sjálfri mér í jólaundirbúningnum sem fellst þó aðallega í því…
Kallast þetta „ruglingslegur jólaundirbúningur“ hjá mér ?

Þetta gæti verið jólakort frá Kerhraunara til Kerhraunara

Nú þarf að ákveða hvaða fallega texta skal skrifa á kortið þetta árið, árið 2014 og ekki skemmir að minnast á fegurð himinsins föstudaginn 12. desember 2014.
Nú er úti veður vott, verður allt að klessu – ó vonandi ekki

Eins og veður hefur verið gott í haust með einni undantekningu að vísu þá er í dag mánudaginn 8. desember 2014 að skella á okkur ansi óskemmtileg lægð og mun valda usla og verður Kerhraunið engin undantekning. hvað það varðar.…
Kerhraunið vill alltaf vera á ferð og flugi, af hverju ?

Það eru ekki ófá skiptin sem komið hefur verið að Kerhraunsskiltinu við Seyðishólinn þar sem það vísar í allt aðra átt en það á að gera. Þetta er alveg óskiljanlegt, ýmist Hans eða Guðfinnur gera ekki annað en að laga…
Undirbúningur jólanna og ýmislegt sem tengist jólunum

Það má gera ráð fyrir því að um helgina verði bakaðar smákökur á öðru hverju – ef ekki hverju heimili okkar Kerhraunara. Eitt af því sem fylgir jólunum hjá okkur á Íslandi eru piparkökur. Hver hefur ekki bakað með börnum…
4. desember 2014 er vetrarlegt um að litast í Kerhrauni

Getum við ekki verið sammála því að í veðri sem þessu er best að taka því rólega, lesa bók, drekka jólaglögg og fá sé piparköku?. Smá vonbrigði þó, jólaseríurnar slógu hliði og myndavél út og því þarf að gera ráðstafanir…
Aðventan er byrjuð og þá er kveikt á kerti

Síðustu fjórar vikur fyrir jól nefnast „Aðventa“ og fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á fyrsta kertinu sem nefnist Spádómskerti. Litur aðventunnar er fjólublár, litur iðrunarinnar. Fjólublár er samsettur af bláum lit sem er tákn trúmennsku og sannleika, svörtum lit sem…
1, desember 2014 er nk. mánudag – ljósin tendruð

Þar sem desembermánuður nálgast og 1. desember á nk. mánudag þá var ákveðið að taka forskot á sæluna og kveikja á jólaljósunum fyrir helgi þannig að þeir sem eiga leið í Kerhraunið um helgina fái forsmekk af jólasælunni.
Ekkert eins fallegt og Kerhraunið – sammála?

Það eru örugglega einhverjir sem eru orðnir þreyttir á þessu lofi mínu um uppáhaldsstaðinn minn, en eru ekki flestir sammála um að þetta sé fallegt?
Heill Kerhraunari og hálfur Kerhraunari – snillingar

Snillingar þessir strákar og svo gaman að þeir skuli tengjast Kerhrauninu svona sterkum böndum. Gangi ykkur allt í haginn. Simmi og Jói tækla þjóðfélagsumræðuna á sinn hátt í laginu í meðfylgjandi link. simmi-og-joi-aftur-utvarp-slagari-tilefni-endurkomunnar