Aðventan er byrjuð og þá er kveikt á kerti

Síðustu fjórar vikur fyrir jól nefnast „Aðventa“ og fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á fyrsta kertinu sem nefnist Spádómskerti. Litur aðventunnar er fjólublár, litur iðrunarinnar. Fjólublár er samsettur af bláum lit sem er tákn trúmennsku og sannleika, svörtum lit sem er litur sorgar og svo rauðum sem er litur kærleikans.

Hver fyllist ekki jólatilfinningu þegar horft er á kertið og jafnvel tekur sig til og byrjar að skreyta. Hvað sem því líður þá skulum við muna að tíminn til jóla á ekki að einkennast af stressi heldur góðum tilfinningum.

 

hhkerti

Til gamans má geta þess að þessir fallegu kertastjakar fást í Húsgagnahöllinni/Draumahöllinni þeirri fallegu búð, þeir eru styrktaraðilar heimasíðunnar okkar.