Undirbúningur jólanna og ýmislegt sem tengist jólunum

Það má gera ráð fyrir því að um helgina verði bakaðar smákökur á öðru hverju – ef ekki hverju heimili okkar Kerhraunara. Eitt af því sem fylgir jólunum hjá okkur á Íslandi eru piparkökur. Hver hefur ekki bakað með börnum og barnabörnum piparkökur eða piparkökuhús, skreytt og síðan maulað yfir jólin? Ilmurinn af nýbökuðum piparkökum, kanil og negul er ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Eitt það skrýtnasta er að í piparkökum er enginn pipar eins og við sjáum í meðfylgjandi texta úr Dýrunum í Hálsaskógi.

piparkoku

Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðið yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er að hræra kóló sykurs
saman við það, heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokið
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið
og breiða það svo út á fjöl.

Hér kemur smá fróðleikur um ýmislegt sem við getum tengt jólunum og gaman að rifja upp.

Piparkakan

Piparkökurnar sem við borðum á Norðurlöndum eru í raun upprunnar frá Mesópótamíu, þar sem heitir í dag Írak. Piparkökur voru bakaðar þar þegar árið 1800 f. Kr. Piparkökurnar komu til Evrópu löngu síðar en vitað er að á 14. öld störfuðu listamenn í Þýskalandi sem bjuggu til skúlptúra úr piparkökudeigi. Á Norðurlöndum voru piparkökur lengi notaðar í lækningaskyni en urðu að jólakræsingum á 19. öld.

Aðventuljós

Á aðventunni er algengt að Íslendingar setji sjö arma ljósstikur, aðventuljós, út í glugga. Hugmyndin um armana sjö er komin úr Gamla testamentinu en þar er talað um að sjö arma ljósstikan hafi verið mikill helgidómur í musterinu. Talið er að ljós þessi hafi komið fyrir tilviljun til Íslands fyrir tilstilli kaupsýslumannsins Gunnars Ásgeirssonar. Í verslunarferð í Stokkhólmi um jólin 1964 rakst hann á einfalda trépíramída með sjö ljósum. Hér var um að ræða nýjung í Svíþjóð sem ekki sló í gegn þar fyrr en árið 1980. Gunnari fannst ljósin hins vegar tilvalin sem gjafir handa gömlum frænkum sínum. Ljósin vöktu svo mikla lukku að Gunnar fór að flytja þau inn og smám saman varð það svo að aðventuljós var að finna í öðrum hverjum glugga í Reykjavík á aðventunni. Útlendingar sem koma til Íslands um jólaleytið furða sig stundum á fjölda sjö arma stjakanna sem eru gjarnan tengdir við Gyðingdóm, en stjakarnir hafa enga slíka trúarlega þýðingu hér á landi.

Jólatré

Sú hefð að taka grenitré inn í hús og skreyta það með ljósum og skrauti á rætur að rekja til Þýskalands átjándu aldar. Fyrst voru það aðallega velmegandi heimili sem áttu jólatré en undir lok 19. aldar var siðurinn orðinn almennur og fólk á Norðurlöndum skreytti t.d. tré sín með eplum, hnetum og pappírsskreytingum. Þar sem pláss var lítið hengdi fólk trén upp í loftið.

Súkkulaði

Súkkulaði, sem er búið til úr kakóbaunum, var fundið upp af frumbyggjum Mið-Ameríku fyrir meira en 2000 árum. Orðið súkkulaði er dregið af nafni gyðju Asteka, Xochiquetzal en Mayar og Astekar drukku beiskan drykk kallaðan xocoatl sem búin var til úr kakóbaunum, vanillu, sílepipar ofl. Drykkurinn var sagður vinna gegn þreytu. Þegar Spánverjar lögðu undir sig Mið-Ameríku á 16. öld komust þeir í kynni við súkkulaðidrykkinn sem varð strax vinsæll í Evrópu. Til að anna eftirspurn hnepptu Spánverjar frumbyggja Mið-Ameríku, og síðar Afríku, í þrældóm og neyddu þá til að vinna á kakóekrum sínum. Þrátt fyrir þetta var súkkulaði lengi vel munaðarvara, aðeins á færi hinna ríkustu. Það var ekki fyrr en í iðnbyltingunni á 18. öld að hart súkkulaði, eins og við þekkjum það í dag, varð til og almenningur fór að njóta þessa góðgætis.

Ljósaperan

Á 19. öld unnu margir uppfinningamenn að því að finna upp ljósgjafa. Árið 1879 tókst bandaríska uppfinningamanninum Tómasi Edison og eðlis- og efnafræðingnum Jósep Wilson Swan að þróa kolefnisþráð sem entist nógu lengi til að virka í ljósgjafa. Edison hélt tilraunum sínum áfram og árið 1880 tókst honum að þróa ljósaperu sem gat lýst í 1200 klukkustundir. Í dag eru vísindamenn um heim allan enn að reyna að finna upp nýjar aðferðir til að skapa endingarbetri ljósaperur. Með aukinni meðvitund um umhverfismál síðustu ár hefur notkun á umhverfisvænum ljósaperum eða s.k. sparperum aukist mikið en þær nýta orku mun betur en hefðbundnar ljósaperur

 

Það hefur hver sitt lag við að baka piparkökurnar og margir leggja ómælda vinnu í baksturinn og frágang.

Hér eru nokkur sýnishorn af piparkökum sem Kerhraunarar hafa gert og dæmi nú hver fyrir sig.

Eins og kom fram fyrr þá leggur fólk misjafnlega mikla alúð í piparkökubaksturinn og því verðið þið að taka eftir kökumótunum hér fyrir neðan.

12

Hver annar en „Gunni hennar Sóleyjar“ myndi nenna að eyða heilu ári í að smíða mótin fyrir kerlu sína?
Útkoman stórglæsileg, hvernig skyldi hafa tekist til við að nota mótin.

13

Útkoman eftir því hjá Sóley enda slær hún og hennar fjölskylda engin feilhögg í því sem þau taka sér fyrir hendur.

1

Strákurinn í stjórninni fékk að spreyta sig og gerði TVÆR tilraunir til að sannfæra okkur stelpurnar að svona ættu piparkökur að vera.
2
Hann á framtíðina fyrir sér formaðurinn okkar

3

Steinunn er þekkt fyrir fágun og vill aðeins það besta, því er þetta framlag hennar í ár og geri aðrir betur í dúllinu,
þeir sem horfa á jólalag fyrirtækja í sjónvarpinu ættu að veita því athygli að þar má sjá Steinunni, enda fengin í verkið vegna sönghæfileika sinna..

 4

 Fanný er mjög settleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og vill að hlutirnir séu frambærilegir og fólk girnist þá, útkoman eftir því.

5

Vegmálastjórinn okkar slasaði sig á fæti fyrir all nokkru og eitthvað virðist það sitja í honum því eins
og sjá má er piparkökukarlinn lemstraður á báðum. Sálfræðimeðferð kannski æskileg?

6

Tóta tekur allt með trompi og þrátt fyrir að vera að úrskrifast brátt úr háskóla með
hagfræði- viðskipta- og lögfræðiþekkingu þá slær hún ekki slöku við.

8

Guðbjartur fyrrverandi stjórnarmaður vinnur mikið þar sem tískan er í hávegum höfð og eftir það velur hann það sem „lookar good“

Þar sem börnin eru farin að heiman og ekkert þarf að fela þá tók Gunna þetta með trompi fyrir þessu jól og bakaði piparkökur fyrir fullorna.

pipRKÖKUR

Taki nú hver sem getur fram bökunarvörunrar og höfum frumlegheitin að leiðarljósi.

Þeir sem taka eftir staðreyndavillu í fréttinni fá verðlaun á þorrablótinu…))))