Kerhraunið vill alltaf vera á ferð og flugi, af hverju ?

Það eru ekki ófá skiptin sem komið hefur verið að Kerhraunsskiltinu við Seyðishólinn þar sem það vísar í allt aðra átt en það á að gera. Þetta er alveg óskiljanlegt, ýmist Hans eða Guðfinnur gera ekki annað en að laga þetta og það er ekki eins og skiltið sé laust, ó nei það er pikkfast og ekki einu sinni hægt að snúa einu né neinu. Það skrýtnasta er að neðri skilti um þungatakmarkanir og öxulþunga eru alltaf eins.

Smá sorgarfréttir, litla jólatréð sem við sjáum ef við skoðum myndavélina gaf sig og því er ekki kveikt á því.

Sl. laugardag snéri skiltið inn að námunni og tók Finnsi sig til og lagaði það svo nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.

IMG-20141206-00002

IMG-20141206-00001