Vegna viðgerða á dælustöð vatnsveitu í Búrfelli mun vera kaldavatnslaust mánudaginn 26.03 2018 á eftirfarandi svæðum frá kl 13:30-16:00. Búrfell, Ásgarður, Sogsvegur, Miðengi, Kerhraun, Kerengi, Klausturhólar.
Vatnslaust í Kerhrauni frá 13:30 -16:00 mánudaginn 26.03 2018

Breyting á þungatakmörkunum – Í GILDI ERU ÞUNGATAKMARKANIR
Hér með tilkynnist að breyting hefur verið gerð á þungatakmörkunum frá því sem auglýst var. Vegaagerðin er búin að setja 10 t öxulþunga á Biskupstungnabraut og eftir að vegurinn var skoðaður hjá okkur af fagmönnum var ákveðið að flýta tímabilinu…
Andlátsfrétt
10. febrúar 2018 lést Erik Carlsen einn af frumbyggjum Kerhraunsins. Erik og eiginkona hans Lilja Hjartardóttir keyptu lóð nr. 51 í Kerhrauninu fyrir næstum 25 árum og hafa í gegnum árin eytt ekki ófáum stundum við að gróðursetja og byggja sér sumarhús.…
Stjórnarfundarboð 1. mars 2018

1 stjórnarfundur nýrrar stjórnar verður haldinn 1. mars 2018 hjá Sölva formanni og hefst kl. 17:30 Dagskrá: Skipting verkefna stjórnarmanna Staðsettning funda Girðing Göngustígur Vegaframkvæmdir Umræða um Viðhaldsnefnd Umræða um Skemmtinefnd Drónar Ljósleiðari Annað
Fundargögn aðalfundar 2018 komin á innranetið

Innranet/Aðalfundir
Aðalfundur Kerhraunara 2018

Aðalfundur 2018 var þokkalega vel sóttur af Kerhraunurum en veðrið setti strik í reikninginn. Fundurinn var haldinn í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27 og hófst kl. 20:07. Hér verður ekki farið í gegnum fundinn lið fyrir lið en aðalfundargerðin fer inn á innranetið um…
Aðalfundarboð 2018

Aðalfundurinn verður haldinn í sal Rafiðnaðarskólans, Stórhöfða 27, fimmtudaginn 22. febrúar nk. og hefst kl. 20:00 en ekki kl. 19:30. Ath: Keyra niður fyrir húsið, salurinn er þar á jarðhæð. 1. Fundur settur – val á fundarstjóra og fundarritara 2. …
Aðalfundur Kerhraunara verður haldinn 22. febrúar 2018
Fundarstaður og dagskrá aðalfundar verður tilkynnt fljótlega.
Gleðilegt nýtt ár kæru Kerhraunarar nær og fjær

1. janúar 2018 var ekki af verri endanum, Kerhraunið gulli slegið og Búrfellið með kórónu.
Jólakveðja til Kerhraunara 2017

Nú eru aðeins nokkrir dagar í að jólahátíðin hefjist og jólaundirbúningurinn er á lokametrunum hjá flestum. Jólin er skemmtilegur tími en undirbúningurinn og umstangið í kringum jólin verður oft allt of yfirgengilegur. Við megum ekki gleyma því að njóta jólaundirbúningsins…