Andlátsfrétt

10. febrúar 2018 lést Erik Carlsen einn af frumbyggjum Kerhraunsins. Erik og eiginkona hans Lilja Hjartardóttir keyptu lóð nr. 51 í Kerhrauninu fyrir næstum 25 árum og hafa í gegnum árin eytt ekki ófáum stundum við að gróðursetja og byggja sér sumarhús. Erik var hraustmenni og muna margir eftir honum hlaupandi á eftir kindunum sem léku lausum hala á þeim tíma, akandi mótorhjóli, stórum jeppa eða á göngu meðfram Hæðarendalæk.

Erik og Lilja standa vel undir því að vera kölluð „Frumbyggjar Kerhraunsins“ og á stundu sem þessari senda Kerhraunarar hlýjar kveðjur til ástvina.

Kæri Lilja, börn og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur.

 

 

Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.