Aðalfundur Kerhraunara 2018

Aðalfundur 2018 var þokkalega vel sóttur af Kerhraunurum en veðrið setti strik í reikninginn. Fundurinn var haldinn í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27 og hófst kl. 20:07.

Hér verður ekki farið í gegnum fundinn lið fyrir lið en aðalfundargerðin fer inn á innranetið um leið og hún er tilbúin. Að vanda tókst fundarstjórn vel og færum við Guðbjarti Greipssyni þakkir fyrir.

Sölvi Breiðfjörð formaður flutti skýrslu stjórnar og gaf kost á sér í áframhaldani formennsku .

Ný stjórn er eftirfarandi:
Sölvi Breiðfjörð, formaður kjörinn til eins árs,
Lára Emilsdóttir, gjaldkeri til næstu tveggja ára,
Oddný Þóra Helgadóttir, ritari til næstu tveggja ára,
Ómar Björnsson og
Guðrún Njálsdóttir meðstjórnendur eiga eitt ár eftir í stjórn.

Eftirfarandi eru myndir sem teknar voru á fundinum en það voru greinalega ekki allir sem náðist að mynda og beðist er velvirðingar á því, gaman samt að eiga nokkrar.

Takk fyrir góðan fund.