. Þessi hola skemmti mönnum mikið þegar búið var að grafa fyrir henni og fékk hún margar tilnefningar um nafn og geta menn nú getið sér til um hvaða nöfn það voru – Takk strákar – en talað í alvöru…
Mikil vinna að baki – stígagerð lokið í bili
Fimmtudagurinn 30. og föstudagurinn 31. júlí voru miklir átakadagar þar sem takmarkið var að ljúka gerð þriggja göngustíga fyrir Verslunarmannahelgina. Það tókst með hjálp góðra manna og kvenna og eftirtöldum aðilum er þakkað þeirra frábæra framtak, Elfar J. Eiríksson, Hans Einarsson, Guðfinnur Traustason,…
Varðeldur laugardaginn 1. ágúst – óformleg dagskrá
Við varðeldinn í fyrra voru KERHRAUNARAR, palavú, …… og aftur mætum við í kvöld til að tendra eldinn. Nú er bara að setja sig í gírinn og mæta eldhress og skemmta sér og sínum fram eftir kvöldi. Hvernig væri að við…
Vinna við „Ásgeirströð“ nánast lokið
Laugardaginn 25. júlí sl. var unnið að frekari útfærslu á göngustíg sem hlotið hefur heitið Ásgeirströð. Hans Einarsson, Elfar J. Eiríksson og Guðfinnur Traustason hófu galvaskir vinnu um kl. 10:00 og eins og þeirra var von og vísa gekk verkið hratt og vel…
Vísir að varðeldi
Það er ekki ofsögum sagt að sumarið líður allt of fljótt og senn verður kominn ágústmánuður en þá er líka komið að okkar árlega verðeldi sem haldinn er um Verslunarmannahelgina. Stjórnin vill biðja alla þá sem eiga eitthvað aflögufært í varðeldinn að…
Áfangasigur- byrjað á ónefndum tröppustíg 12. júlí 2009
Í dag sunnudaginn 12. júlí hófu þeir Hans Einarsson og Elfar J.Eiríksson gerð tröppustígs í brekkunni við lóð 55 og 57. Fljótlega bættust í hópinn nokkrir orkuboltar sem varð til þess að áður en ljósmyndarinn vissi af var kominn þessi fíni stígur. Í hópinn bættust…
Mesta umferðarhelgi ársins nálgast – Varúð segir Rusty
Kerhraunarar sem eru úti á þjóðvegum landsins þessa miklu ferðahelgi ættu að hafa í huga að betra er að halda lífi en áætlun, ökum af skynsemi og komum heil heim. …. Góða helgi… Rusty í 99
Áhugaverður vefur
Þar sem Kerhraunarar eru að fegra og prýða hjá sér yfir sumarmánuðina þá er meðfylgjandi vefur www.gardplontur.is ákaflega áhugaverður og gaman að lesa sér til fróðleiks, en einnig er hægt að fara í plöntuleit þar sem hægt er að flokka niður…
Göngustígar – upphaf verksins 28. júní 2009
Laugardaginn 28. júní sl. var hafist handa við gerð göngustíga, þeir sem tóku þátt í verkefninu voru Guðfinnur Traustason og Elfar J. Eiríksson og byrjuðu þeir um kl. 10:00 í blíðskaparveðri en fljótlega komu þau Smári og Rut og slógust í lið með þeim…
Svör við athugasemdum við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020
Borist hafa svör við athugasemdum við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 sem margir félagsmenn skrifuðu undir varðandi vegakaflann frá Biskupstungnabraut að beyjunni við Kerhraunsskiltið og varðandi ranga flokkun á frístundasvæði Kerhrauns, að hluta. Sjá innranet undir Skilaboð.