Göngustígar – upphaf verksins 28. júní 2009

Laugardaginn 28. júní sl. var hafist handa við gerð göngustíga, þeir sem tóku þátt í verkefninu voru Guðfinnur Traustason og Elfar J. Eiríksson og byrjuðu þeir um kl. 10:00 í blíðskaparveðri en fljótlega komu þau Smári og Rut og slógust í lið með þeim eða þar til Smári uppgötvaði að hann var að líða út af úr hungri og auðvitað var Rut ekki lengi að bjóðast til að gefa honum eitthvað gott að borða en eins og sjá má á einni myndinni skemmtu hjónakornin sér vel enda á leiðinni í golf eftir hádegi.

Framkvæmdir sóttust vel þrátt fyrir að hitinn væri mikill og ekki má gleyma að minnast á mýfluguna sem gerði Elvari lífið leitt og einhvern veginn tókst þeim trekk í trekk að fljúga upp í hann Guðrúnu til mikillir skemmtunar en Elfar tók þá til sinna ráða og reykti vindla sér til varnar. Þeir félagar ráku niður stauria og stikur af miklum krafiti og Guðrún hljóp í kjölfarið og málaði allt í grænum lit.  Markaðir hafa verið 3 göngustígar (2 inn í Gilið að norðaverðu og 1 sem nefndur hefur verið Sóleyjarstígur þar sem Sóley hélt upp á  50 ára afmælið sitt þennan dag og stígurinn rétt hjá henni) en frekari útfærsla á göngustígunum verður framkvæmd fljótlega.

Þegar verkinu lýkur verður sett inn á vefinn okkar nánari lýsingar á hvaða göngustígar eru komnir í notkun.