Laugardaginn 25. júlí sl. var unnið að frekari útfærslu á göngustíg sem hlotið hefur heitið Ásgeirströð.
Hans Einarsson, Elfar J. Eiríksson og Guðfinnur Traustason hófu galvaskir vinnu um kl. 10:00 og eins og þeirra var von og vísa gekk verkið hratt og vel fyrir sig og í humátt á efitr þeim hljóp Guðrún með myndavélina og málningardolluna.
Það sem upp á vantar að stígurinn sé tilbúinn er að það þarf að setja smá efni í hann þar sem hann liggur niður í Gilið og verður það gert í vikunni þannig að ef einhver heldur þeim gamla góða sið að halda upp á REIKA-daginn um Verslunarmannahelgina ætti honum að vera borgið á heimleið að varðeldi loknum.
Að verkinu loknu var barið að dyrum hjá Ásgeir og hann fenginn til að taka Ásgeirtröð formlega í notkun.