Vísir að varðeldi

Það er ekki ofsögum sagt að sumarið líður allt of fljótt og senn verður kominn ágústmánuður en þá er líka komið að okkar árlega verðeldi sem haldinn er um Verslunarmannahelgina.

Stjórnin vill biðja alla þá sem eiga eitthvað aflögufært í varðeldinn að ljá okkur lið og annað hvort setja timbrið á planið við lóð 2 eða hóa í einhvern stjórnarmann sem mætir þá galvaskur og sækir fenginn.

Dagskrá kvöldsins verður auglýst síðar og við hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát.