Versló ratleikur í sárbót fyrir að öllu var aflýst

Æ það fer ekki alltaf allt eins og lagt er upp með og þar sem COVID gaus aftur upp ákvað stjórn að gerast ekki sek um að einhver smitaðist í Kerhrauninu á VERSLÓ 2020 og blés allt af. Harpa Sævarsdóttir var svo sæt að hjálpa gamla slektinu og stakk upp á ratleik sem væri nokkurs konar einstaklings keppni og hver gæti klárið það sem fyrir hann var lagt á sínum tíma sem er frábært.

 

Leikur var eftirfarandi og takk innilega fyrir hugdettuna Harpa mín:

ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ TAKA ÞÁTT Í KERHRAUNSFJÁRSJÓÐALEIK Á MORGUN OG FÁ VERÐLAUN Í LOKIN ÞIÐ FYLGIÐ EFTIRFARANDI LEIÐBEININGUM.

Má gera þegar hentar barni eða foreldum/barni/börnum

ATH! Hafa penna og blað og síma (til að mynda), Skrá uppl. og ekki fara nær fullorðnum sem þið þekkið ekki en 2 metra.

Börn og fullorðnir geta farið saman ef börn er mjög ung og saman finnið þið fjársjóðina í kringum ykkur og kynnist nýju fólki. Ein regla, allir eru vinir og flestir ef ekki allir geta unnið leikin.

SKRÁ ALLT Á BLAÐIÐ OG MERKJA MEÐ NAFNI
OG BÚSTAÐANÚMERI OG SKILA Í KASSA SEM VERÐUR Í KERBÚÐINNI OG SENDA MYNDIRNAR Á KERHRAUN@KERHRAUN.IS

1. Kynnast Kerhraunara sem þið hafið ekki talað við áður. Kannski hittið þið einhvern á ferðinni eða kallið á einhvern sem þið sjáið. Fáið nafn og húsnúmer og hvað Kerhraunaranum finnst best við Kerhraunið.

2. Finnið nafn á 3 tegundum af trjám sem finna má hér í Kerhrauni

3. Nefnið 3 hluti sem hægt er að versla í Kerbúðinni í dag.

4. Finnið lítinn rauðann stein (Mynd)

5. Finnið rusl og hendið því í rusliið (mynd)

6. Hoppið á trampólíninu. (Mynd)

7. Fáið einhvern ókunnugan fullorðin til að syngja smá laglínu. Þetta er fyrir hugrakka Kerhraunara. (Mynd)

8. Segið góðan daginn við einhvern og spyrjað hvað viðkomandi heitir.

Koma svo allir sem einn og massa leikinn:::::::::::::::::::::::::::::)))))

 

Hjónakornin Harpa og Jón tóku 20 léttar æfingar fyrir Versló 

Það er skemmst frá því að segja að þeir sem tóku þátt stóðu sig mjög vel en áður en myndir frá leikunum verða settar þá eru myndir frá afhendingu nammipokanna sem „Nammibíllinn og stóru nammigrísarnir“ færðu krökkunum.

Ó Ó Ó JÁ HVAÐ KONUR LÁTA HAFA SIG ÚT Í …))))))))))))

NAMMIGRÍSAÞIGGJENDUR


Jökull og Emilía í Kerhrauni 60


Takk fyrir nammið 🙂 kv. Kerhraun 12


Nammigrísir litlir í Kerhrauni 36

Þessi afastrákur mættur í Kerhraun 12 og ánægður með nammipokann


Nammiskekkirnir í 136, 137 eða er það 138 – einhver???


Nammitrillurnar í Kerhrauni 23


Einn grís í Kerhrauni 36 hinur voru á beit


Glaður nammigrís í Kerhrauni 44


Nýbúanammigrísir í Kerhrauni 13

 


Það þarf ekki mikið til að gleðja þessa elsku hana Öldu Karen sem var að heimsækja Gunnu


Rekstravörunammigrísir í Kerhrauni 54


Tveir af þremur nammigrísum í Kerhrauni 76/77 – sá þriðji var að borða gras


Hér er ég lost – hver er þetta??????


Í lokin eru hér nammigrísirnir í Kerhrauni 5

Nú er komið að skýrslugerð

Svava Tyrfings í nr 13. skilaði mjög góðri skýrslu fyrir gamla konu eins og mig og því set ég það beint hér inn.

Pjakkarnir á lóð nr 99 kláruðu sitt með sóma

Bommburnar á lóð 5 voru ekki lengi að klára sitt verkefni enda með þjálfara að bestu gerð

Þá er komið að trillunum þremur og þeim fjórða í yfirliði á lóð nr 23.


Í lokin er hjörðin í Kerhrauni 36 sem skilaði að hættu ömmuÉg er enn að reyna að sjá grenitré á þessari mynd…)))
Í Kerhrauni 36 var mikið um nammigrísi um Versló og þeir vildu sýna Kerhraunurum að þeir borða allt sem fyrir þá er lagt og fréttaritari óskar eftir fleiri myndum af étaandi grísum..))

Það vita allir að það voru veitt verðlaun fyrir rataleikinn og fréttaritari hefur ekki fengið neinar myndir af keppendum með medalíurnar nema frá einum eins og sjá má á neðangreidri mynd, óskað er eftir myndum frá ykkur hinum.

 

Í lokin vill stjórn þakka ykkur öllum fyrir skemmtilega helgi og í lokin vil ég þakka Tótu sérstaklega fyrir hennar stórkostlega framlag að baka í Kerbúðina allar helgar í sumar. TAKK KERHRAUNARAR OG TAKK TÓTA MÍN