Hagnýtar upplýsingar frá GOGG

Neðangreint bréf kom frá oddvita GOGG og inniheldur ýmsar upplýsingar sem gott er að kynna sér.

1. Sóttkví

Nú þegar önnur bylgja af covid-19 smitum gengur yfir landið þá vill sveitarstjórn minna á upplýsingar frá Lögreglustjóra Suðurlands og formönnum almannavarnanefnda á Suðurlandi um sóttkví í frístundahúsum. Sjá meðfylgjandi mynd!

2. Upplýsingar um Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps. Samlagið hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk annarra verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál í tilteknum sveitarfélögum. Á facebook síðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita má finna ýmsa fróðleiksmola sem gott er að kynna sér.

3. Um öryggisnúmer frístundahúsa

Það hefur komið fyrir að fólk haldi að staðsetja skuli öryggisnúmer við afleggjara frístundahúsa eða við hlið til þess að björgunaraðilar geti séð þau frá vegi.

Tilgangurinn er alls ekki sá – heldur eru öryggisnúmer frístundahúsa öryggistæki fyrir sumarhúsaeigendurna sjálfa eða gesti þeirra, til að gefa björgunaraðilum upp ef slys verður eða önnur vá kemur upp. Fólk sem er statt í sumarhúsum þarf í neyð að geta fundið þetta númer hratt og vel til að geta gefið það upp neyðarvörðum Neyðarlínunnar – 112. Með því að fá uppgefið þetta númer fá neyðarverðirnir nákvæm GPS hnit á sumarhúsið og geta þar með vísað viðbragðsaðilum leið á staðinn með mjög nákvæmum hætti.

4. Grenndarstöðvar

Sveitarfélagið hefur nú bætt við enn einni grenndarstöð  í sveitarfélaginu og eru þær því orðnar 5 talsins: Hjá Skátunum á Úlfljótsvatni – Til móts við bæinn Ásgarð ( undir Búrfelli ) – í Hraunborgum – Við Vaðnesveg – Við Torfastaði. Það eru einnig komnir upp gámar á Seyðishólum en verið er að finna stað til framtíðar á því svæði og er sú stöð því enn tengd gámasvæðinu.

Hér má sjá hvar grenndarstöðvarnar eru staðsettar:

Á hverri grenndarstöð er hægt að henda eftirtöldum flokkum:

Plast – pappa – málmum – gleri – lífrænum úrgangi – almennu heimilisorpi – skilaskildum umbúðum. Sjá mynd! Annað skal fara með á Gámastöðina Seyðishólum. Nýjasta grenndarstöðin er fyrir neðan bæinn Torfastaði og til að komast að henni er beygt inn á afleggjarann hjá Alviðru og sá vegur keyrður í tæpa 1,5 km og þá er grenndarstöðin á vinstri hönd.

Grenndarstöðvar-leiðbeiningar