AFLÝST – Versló 2020 – „MINI Ólympíuleikar“ barna

Í LJÓSI NÝRRA UPPLÝSINGA  VEGNA COVID ÞÁ VERÐUR AÐ AFLÝSA HÁTÍÐARHÖLDUM KERHRAUNARA Í ÞETTA SKIPTI.

BENT ER Á AÐ ÞAÐ VERÐA EINHVER LEIKTÆKI Á „ÚTÍ MÓA“

Eins og flestir vita þá er veðrið aðeins á óvissustigi en akkúrat núna (miðvikudag kl. 13.30) lítur út fyrir að ekki rigni og því stefnum við að því að byrja kl.14:00  með „MINI Ólympíuleika“ barna og þær stöllur Úlla og Harpa voru svo sætar að taka þá að sér aftur enda var svo skemmtilegt í fyrra að það er erfitt að taka við keflinu af svona snillingum

 

Krakkar þið mætið á „Útí móa“ rétt fyrir kl. 14:00 og skemmtið ykkur konunglega með vinum og vandamönnum og svo sjáum við til hvort veðrið verður okkur ekki hliðholt.