VERSLÓ 2022 – Myndasyrpa

HÓ HÓ HÓ þetta kemur seint en kom þótt seint væri.

Varðeldurinn var hin mesta skemmtun bæði fyrir börn, unglinga, miðaldra og gamalmenni og meðan börnin gúffuðu í sig sykurpúðum rann rabbabaramjöðurinn ljúft niður enda um 0% mjöð að ræða en sumir fundu þó á einhverja breytingu á sér og urðu eins og sagt er „fullir af áhuga“.

Stjórn vill þakka öllum þeim Kerhraunurum sem komu áa varðeldinn og það hefur ekki verið svona margt um manninn síðan 17hundruðogsúrkál og núna vantar bara góðan skemmtikraft svo hægt verði að tralla aðeins meira.

Eftirfarandi myndir voru í símanum mínum, sumar tók ég en hinar aðrir og læt ég þær inn hér svo myndaminningabankinn stækki.

Sjáumst hress og kát að ári og munum að hér í Kerhrauni gildir „EINN fyrir ALLA og ALLIR fyrir EINN.