DAGSKRÁ VERSLÓ 2022

12:30 – Fjórhjólafjör
Fjörið er í boði Friðriks Gunnars Kerhraunara, Friðrik tekur smá rúnt með barn sem verður að vera með hjálm. Ef hjálmur er ekki til staðar þá eru hjálmar í boði annars taka sinn með.

Mæting fyrir neðan Kerhraun 29.

13:30 – „Ólympíuleikar barna“.
Farið í sprell með krökkunum. Fullorðnir velkomnir með í fjörið en enginn nammipoki eða verðlaunapeningur fyrir þá sem eru eldri en 16.

14:30 – Afhending verðlaunapeninga og sælgætispoka. Myndataka.

20:00- Kveikt verður á brennu.
Hittumst eldhress í stíl við bálið.
Hlustum á góða tónlist í boði Jón Björgvin Björnsson sem vil sýna ykkur hvernig á að skemmta sér við brennuna. Þið eruð beðin um að æfa meðfylgjandi dansspor og takta en myndbandið má finna á Kerhraunarar. Vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem standa sig best.

Ulla sem allt getur mætir með snúbrauð fyrir börnin. Ef þið eigið sykupúða endilega takið þá með því þeir voru bara ekki til á Selfossi.

Hlökkum. til að sjá ykkur sem flest og höfum gaman saman

Neðangreindar myndir er frá VERSLÓ fyrir all mörgum árum og örugglega munuð þið þekkja nokkur börn á myndunum sem sennilega hafa stækkað allmikið síðan þetta var tekið og ekki má gleyma síðustu myndinni sem er óborganleg í alla staði