Versló 2019 -Varðeldur og „MINI Ólympíuleikar“ barna

„MINI Ólympíuleikarnir 2019“ verða haldnir í ár eingöngu vegna velvildar Ullu sem er snillingur í að halda barnaafmæli (enda eiga þau hjón Helgi og Ulla sko 10 börn og þrælvön)

Leikarnir hefjast stundvíslega kl. 14:00, stundvíslega kl. 14:00  laugardaginn 3. ágúst nk.

Staðsetning er „Útí móa“

Börn og fullorðnir ættu að geta skemmt sér vel og auðvitað fá börnin verðlaunapening fyrir þátttökuna.

Hér má sjá fjölskyldina saman komna á góðri stundu


Hér ein góð af stórsigurvegara „MINI Ólympíuleikanna“ hér á árum áður

Varðeldurinn verður undir góðri stjórn Elfars brennustjóra og í ár ætlum við að poppa þetta upp enda veitir ekki af, Lára ætlar að safna fjörugum lögum sem við spilum, vonandi kemur Reynir með gítarinn enda ómissandi, börnin grilla sér eitthvað gott, verðlaunafhending fyrir góðar frammistöðu, stjórn ætlar að veita verðlaun, m.a. einhver sem skreytir sig með einhverju úr náttúru Kerhraunsins, flottasta peysan og eitthvað sem skemmtilegt er.

Þessi hugmynd er frátekin en Elfar ætlar að hafa þennan gjörning og það með stæl…)))

REIKI er mættur á svæðið og mun einhver reika með REIKI um svæðið sem er bæði xxxxxxxx og xxxxxxx.

Nú leggið þið hausinn í bleyti og horfið út um gluggann og finnið lausn á að vinna eitthvað frumlegt úr náttúru Kerhraunsins annars fær einhver verðlaun fyrir náttúruleysi…)))


Hlökkum til að sjá ykkur öll eldhress að vanda laugardaginn 3. ágúst og munið að þetta er síðasta opnunarhelgi Kerbúðarinnar