Versló 2019 – NÁLGAST ÓÐUM

.
Verslunarmannahelgin nálgast óðum og þá fyllist Kerhraunið af fullorðnum og börnum. Í gegnum árin  höfum við haft „MINI Ólympíuleikar“ fyrir börnin á laugardeginum. Þetta þarf alls ekki að vera flókin dagskrá eða taka langan tíma. Stjórnin leggur til bolta eða önnur smá leiktæki og oftast hafa allir fengið lítinn „nammi“ poka sem stjórnin kaupir. Um kvöldið hafa svo allir krakkar á svæðinu sem þátt tóku í leikjunum fengið medalíu.

Hingað til hafa áhugasamir á svæðinu, foreldrar, ömmur og afar skipulagt leikana en því miður bauð enginn sig fram í fyrra og því féll þessi hefðbundni liður niður og er leikanna sárt saknað.

Stjórnin vill endilega endurvekja leikana og auglýsir hér með eftir áhugasömum til að skipuleggja smá leiki – það er auðvitað hægt að nýta sameiginlega leiksvæðið okkar og umhverfi þess t.d. fyrir léttan ratleik eða þrautir.

Þið sem brennið inni með góðar hugmyndir eða viljið taka að ykkur að gleðja krakkana endilega hafið samband við við okkur í stjórninni sem fyrst því við viljum auðvitað auglýsa leikana vel og vandlega.

Síðar um kvöldið verður að vanda skemmtun í Gilinu við varðeldinn sem stjórnin heldur utan um.