„Útí móa“ áskornast hús sem nú hefur verið reist

Það má segja að veðrið hafi leikið við okkur í sumar og þar sem Versló 2019 er á næsta leiti þá er gaman að geta þess að smáhýsið sem Steinunn Jónsdóttir og Hallur Ólafsson færðu litlum Kerhraunurum að gjöf var sett upp í dag 1. ágúst og sáu þeir Viðar Guðmundsson og Guðfinnur Traustason um uppsetninguna og Guðrún sat störf hjá og myndaði.

Fyrst ber að þakka þeim heiðurshjónum kærlega fyrir gjöfina og hér fylgja með nokkrar myndir þegar húsið var flutt á staðinn.

Hér er smá innskot fréttamanns: Hér eru á ferðinni „gránarnir mínir tveir“ að verki loknu


Þegar hér var komið tók Finnsi við og hóf undirbúning fyrir niðursetningu hússins og þar var líka vandað til verka…))

Þá var loksins komið að því að reisa húsið eftir strangan undirbúning þar sem ekkert mátti klikka fyrir „Útí móa“ liðið..)).

Myndirnar tala sínu máli og ekkert annað að gera nema að þakka þeim Viðari og Finnsa fyrir frábært verk, enda finnast vart betri verkmenn en þessir tveir. Þeir er að skoða að stofna fyrirtæki í GOGG sem á að heita, „VIÐ GETUM ALLT“

Duglegastir

 

Vonandi gleðjast yngstu Kerhraunaranir yfir þessu nýja húsi og njóta þessa að leika sér í því „Útí móa“.