Samantekt af fundi formanns við oddvita GOGG

Samantekt Fannýjar Gunnarsdóttur formanns Kerhrauns af fundi með oddvita GOGG, Ásu Valdísi.

Eins og fram hefur komið þá fundaði ég með Ásu Valdísi oddvita GOGG um ýmis málefni sem brenna á okkur í Kerhrauni. Stjórnin var búin að setja niður okkur mál og ég undirbjó mig eins vel og unnt var. Auk þess ræddum við málefni sem komu upp í umræðum á síðasta aðalfundi m.a. í tengslum við erindi skipulags- og byggingarfulltrúa.

Það er gagnkvæmur áhugi á jákvæðu samskiptum á milli okkar í Kerhrauni og hreppsins og í því  samband  þakkaði ég henni fyrir að senda okkur ýmsar gagnlegar upplýsingar sem ég hef síðan komið áfram til ykkar félagsmanna. Ása fékk kynningu á Kerhrauni, öflugu samfélagi sem vill hafa hlutina í lagi.

Sérstaklega var rætt  um eftirfarandi atriði sem ég kynnti fyrir henni, okkar sjónarmið, ábendingar og óskir.  Hún skráði hjá sér allt sem hún telur sig þurfa að kanna betur og lofaði að senda okkur umbeðnar upplýsingar, gat þess að þar sem sumarleyfi eru handan við hornið gæti það dregist.


1. Flóttaleiðir, rýming og fræðsla – Forvinna

  • Fram kom að til stendur að marka tvær flóttaleiðir út úr Kerhrauni næsta sumar. Við ætlum að sækja um styrk til hreppsins og kynna flóttaleiðirnar vel fyrir öllum félagsmönnum
  • Ása benti okkur á að leita aðstoðar og upplýsinga hjá Brunavörnum Árnessýslu.

2. Náman í Miðengi

  • Ég óskaði eftir því að fá skriflega staðfestingu á því að náman hafi starfsleyfi og framkvæmdaleyfi – hve lengi og hve mikil efnistaka er leyfð.
  • Sérstaklega var fjallað um óþægindi sem fylgja námunni og vinnslu fyrir eigendur nærliggjandi lóða – hávaði, ryk og svo augljós breyting á landslagi.
  • Ása fékk að vita af óánægju bæði Kerhrauni og Miðengi – sb. umræðu á fésbókarsíðunni okkar.d. Ása mun kynna sér málið og senda okkur minnisblað.

3. Samlagsvegur – vegstyrkur

  • Farið var yfir sögu vegarins ( gamla Biskupstungnabrautin ) og þar til Samlagið var sett á laggirnar. Félögin sem nota veginn hafa gert með sér samning, sett á laggirnar samlagsstjórn og greitt í sérstakan sjóð til viðhalds og merkinga. Öll félögin í Samlaginu hafa veginn til umráða – uppbyggingar og viðhalds. Enginn á að notar þennan veg nema þeir sem tilheyra umræddum félögum.Því er hægt að segja að vegurinn sé „innan svæðis“ – innan okkar svæðis og ætti því að vera hægt að sækja um viðhaldsstyrk til hreppsins fyrir hann eins og fyrir félögin hvert um sig.
  • Ásta lýsti ánægju sinni með framtakið og samstarf félaganna og hún hvatti okkur til að sækja um árlegan veg styrk en til þess að vera styrkhæft verður Samlagið að hafa kennitölu.

4. Kalda vatnið

  • Fram kom að það er ein Vatnsveita í GOGG sem er með leyfi og sætir eftirliti frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands á Selfossi. Það eru tvær borholur sem standa að Vatnsveitunni og skaffa svæðinu kalt vatn. Við í Kerhrauni fáum vatn úr borholu við Búrfell og árum saman höfum við búið við skertan kraft á kalda vatninu – mismunandi eftir svæðum hér í Kerhrauni.
  • Ása fékk að vita af tveimur úttektum frá 2005 framkvæmdar af VST. Í því sambandi var henni bent á ábendingar VST um leka á lögninni og / eða beyglur (þrengingar) sem draga úr krafti vatnsins. Einnig að ný dæla var sett upp árið 2016 – en það var gert í kjölfar ítrekaðra kvartana frá þ.v. stjórn í Kerhrauni.
  • Ég lagði áherslu á að frístundahúsum, sem borholan og kerfið á að næra, hefur fjölgað mjög síðustu ár.Síðan óskaði ég eftir minnisblaði þar sem fram kæmi hvaða þrýstingur væri eðlilegur á kalda vatninu inni í húsi – ákv. bil sem Kerhraunarar gætu fylgst með og látið vita ef þrýstingur fellur. Ása lagði áherslu á að láta vita – hringja í hreppinn. Ef enginn hringir og lætur vita þá geta þau lítið gert. Auðvitað geta alltaf komi upp dagar þar sem vatn er lítið – eins og um daginn en þá lét hún okkur vita

5. Annað

  • Rætt um reglur um lausagöngu hunda og Ása fékk upplýsingar um hundana sem voru hér í hverfinu, að haft hafi verið samband við eiganda    þeirra og við hundafangara. Hún bað um að fá að vita ef þeir gera aftur vart við sig – og það hef ég gert.
  • Ása sagði frá sérstöku átaki í hreppnum sem gengur út á að að hreinsa til á svæðum í hreppnum – hreinsa upp drasl sem safnast hefur saman á svæðum og gera kröfur til fólks að hreinsa til í kring um sigAð lokum ræddum við um áherslur hreppsins hvað varðar flokkun á sorpi – förgunargjald fyrir alm. heimilissorp mun hækka verulega og í framhaldi af því ætlar hreppurinn að fara af stað með flokkun sorps ( plast, pappír, gler, málmar, lífrænt sorp og alm. sorp ). Sorp frá sumarhúsum er obbinn af sorpinu í hreppnum og því skiptir miklu máli að flokka í sumarhúsum – umhverfismál og peningamál. Flokkun er byrjuð hjá íbúum í hreppnum en næsta skref er að koma upp skipulagi fyrir sumarhúsaeigendur eða sumarhúsasvæði. Við ræddum ýmsar leiðir en væntanlega verður miðað við ákv. fjölda húsa þegar ákveða á hvort koma skal upp gámagerðum.