Versló 2018 – Við varðeldinn

.
Eftir allt leiðindaveðrið sem búið er að hrjá okkur í sumar þá tók veðurguðinn sig heldur betur á og skellti á góðu veðri sem við nýttum okkur svo sannarlega vel við varðeldinn. Eftir að ákveðið var að ekki yrði arineldakubbur á varðeldinum þá sló Guðrún tvær flugur í einu höggi og bauð pakkningarnar utan af sólstofuglerjunum sem varðeldaefni og var himinlifandi þegar það var þegið því þá losnaði hún við að keyra þetta allt í Gámastöðina…)).

Hallur, sonur hans Hafsteinn og Nökkvi barnabarnið náðu í efnið og komu því fyrir á brennusvæðinu. Eru þeir að leita að bakkgírnum?


Hans okkar gamli góði formaður baust til að vera brennustjóri og tók hann því hlutverki mjög alvarlega enda brennan mjög reisuleg í ár…))

Það er alltaf gaman að eiga myndir þegar Kerhraunarar koma saman og engin undantekning frá því þetta árið þó Gunna sé latari en oft áður við að skella á myndum en Fanný sá til þess að ekkert varð eftir, takið eftir hvað veðrið er yndislegt.

Maren og mamma hennar (Maren er tengdadóttir Fannýjar)


Tóta (Mamma terta), Lára, Viðar og Snotra


„Familíur“
Sveinn Örvar og Hafrún – Úlla, Helgi og pínu partur af börnunum þeirra


Gunna, tengdasonur Reynis og nýbúarnir Guðmundur og Gréta á lóð 76
Gunna kallar Finnsa og Guðmund tvíbura því þeir voru alltaf eins klæddir í sumar…))

Helga dóttir Hans og Tótu og tengdasonur þeirra sem passaði eldinn með Hans

Afleggjarar frá Reyni – dóttir og barnabörn


Eldurinn logar glatt


Reikna með að þetta sé barnabarn Guðmundar og Grétu


Viðar gefur Snotru nudd


Steinunn að syngja fyrir barnabarnið sem er ekkert hrifið…)))


Það var bara betra að vera hjá afa

Reynir snillingur reyndi að fá fólk til að taka lagið, það vildi bara hlusta á hann en flottur er hann alltaf „Sjarmör Reynir“

Hér að neðan eru nokkar fjöldamyndir sem ég treysti mér ekki til að fara í að nafngreina enda Kerhraunarar og þeirra gestir.

Eins og alltaf þá hefur Hans óskaplega gaman að því að koma fólki á óvart, í ár var það Fanný sem fékk glaðning frá honum. Í Frakklandi rakst Hans á Fanný og varð að kaupa hana. Það er spurning á hvað hann er að horfa þegar hann er á spjalli við okkur konurnar…)) Fanný alsæl með gripinn.

Til að gleðja börn og fullorðna þá var Hallur með smá ragettushow og auðvitað fór að rigna þegar hann skaut upp (kínverskum bréfsneplum)

Skotstæðið


hjúúúúúúúúúúúúú búmm


Skyggni hálflélegt

Smá dalalæða


Félagarnir gleðjast með Fanný


Ekkert smá virðulegir herrarnir á hólnum

Smá saman minnkaði eldurinn og fólk fór að týnast í allar áttir en hér á eftir er nokkar myndir frá kvöldveðrinu

Takk fyrir Versló 2018 og hittumst að sama tíma að ári.