1. söfnun úr flöskugámnum er komin í hús – trjákaup 2019

Þó blásið hafi á móti undanfarið og ýmsar umræður um framkvæmd og umgengni flöskugámsins þá klingir nú í kassa okkar og 1. söfnun barst í gær en eins og flestir vita þá kom Hallur og náði í pokana og fór með þá í endurvinnsluna. Þessu ber að fagna að þau hjón leggi þetta á sig fyrir Kerhraunið og við eigum að vera þakklát og sýna það með góðri umgengni.

Í þetta sinn kom inn heilmikið og enn og aftur biðlum við til ykkar að halda áfram að safna í gáminn því þetta verður heilmikill skógur í framtíðinni.

Takk innilega kæru hjón fyrir alla fyrirhöfnina og við látum ekki örfáa eyðileggja þessa góðu tilraun að rækta skóg handa börnum og barnabörnum.

EKKI BEYGLA ÁLDÓSIRNAR