Varðeldur um VERSLÓ 2018 – hittingur kl. 21:00

Í ár verða engir „Barna Ólympíuleikar“ því miður, er þá ekki málið að hittast við varðeldinn sem verður raunverulegur í ár um kl. 21:00.

Hans okkar hefur lofað glæsilegum eldi og því þarf fólk bara að koma með góða skapið og gleðjast aðeins saman og ekki myndi það skemma fyrir ef Reynir kæmi með gítarinn og Gunna lofar að skríkja ekki með.