Samlagsstjórn blæst til framkvæmda

Þó veður séu válynd þessa dagana þá heldur Samlagsstjórnin sig við ákvarðanir sem teknar voru í kjölfar aðalafunda.

Eins og flestir vita þá er eftir að setja yfirlag á „Gömlu Biskupstungnabrautina“ sem fékk mikla umönnun í fyrra.

Snemma í morgun 3. maí 2018 var haldið af stað með mikinn og góðan flota og ekki síður mannskap til að vinna verkið í dag og á morgun, veðrið var samt ekki alveg upp á það besta…)))). Hefill, margir vörubílar, valtari og örugglega eitthvað meira. Verkið verður sem sé unnið í dag og á morgun og eftir það á vegurinn að verða tilbúinn til að setja á fræsing ef við náum í hann sem við vonandi gerum.

Við óskum öllum góðs gengis og hlökkum til að sjá veginn þegar nær dregur helgi og látum fylgja eina góða mynd með af „VEGAMÁLASTJÓRANUM“ sem tekin var á þorrablóti fyrir nokkrum árum. Forsíðumynd er af „Varamannabílnum“

Spurning hvort hann sé að hlæja af því að hafa hugsað með sér að mæta með þessi tæki á staðinn….))