ATH!!! Ítrekun vegna þungatakmarkana í Kerhrauni


Vegna fyrispurna um hvort hægt sé að koma með steypubíla, steypudælur og gáma á svæðið á þessum tíma þá er því til að svara að það eru þungatakmarkanir í gildi og þær ber að virða enda eru samþykktir félagsins eftirfarandi:

„6. Þungaflutningar í hverfunum

Verði félagasmaður valdur að skemmdum á vegum í Kerhrauninu vegna þungaflutninga og/eða framkvæmda, þá skal hann bæta það tjón að fullu og sjá til þess á sinn kostnað, að vegirnir verði aftur eins og þeir voru fyrir tjónið.

Félagsmenn eru minntir á að í gildi eru að öllu jöfnu sérstakar þungatakmarkanir frá 1. apríl til 15/20. maí en þá er leyfilegur öxulþungi aðeins 3 tonn (sá tími sem frost er að fara úr jörðu). Við sérstakar aðstæður gæti þó þetta tímabil breyst.“

Ef keyrt er á fræing og frost er enn í jörðu og þýða í efsta lagi  þá molnar hann

Félagsmenn eyða miklum peningum árlega í að byggja upp vegi í Kerhrauni og það er skýlaus krafa að ALLIR taki tillit til þessara aðstæðna og láti sér ekki detta í hug að fara með þungavinnutæki inn á svæðið.

Verktakar VITA þetta og eiga að vera leiðbeinendur ef beðið er um bíla eða vinnuvélar á þessum tíma ársins, annað er virðingarleysi.

Steypustöðin á Selfossi fer t.d. ekki inn á þungatakmarkanir nema að stjórn sendi samþykkt undirritað bréf.

 

Til gamans fylgja með táknrænar myndir fyrir það sem ekki má koma í Kerhraunið meðan tímabilið stendur yfir.


Tómur vörubíll


Fulllestaður vörubíll

Það er því gott að notast eingöngu við hjólbörur og heimasmíðaðann vörubíl eins og er á myndinni hér að ofan.