Nýr göngustígur senn tilbúinn milli lóða nr. 105 og 106

Mörg ef ekki öll sumarhúsafélög væru stolt af því að eiga jafn duglegan hóp og við eigum meðal vor, alltaf verið að gera Kerhraunið okkar betra og betra og útivistarfólk fer senn að geta tekið langa göngutúra um svæðið. Nú er verið að leggja síðustu handtökin á göngustíginn milli lóða 105/106 sem verður til mikilla bóta þar sem erfitt hefur verið að klífa brekkuna sem þakin er gróðri og því hefur fólk nýtt sér að fara mikið yfir lóð 106 og ætti því þeirri traffík að vera lokið. Næsta sumar þarf svo að gera stíginn milli lóða 97 og 98.

Viðar Guðmundsson á lóð 98 tók að sér að smíða tröppurnar og Steini á 106 kom þar líka mikið við sögu og færum við þeim þakkir fyrir að gefa sér tíma til að sinna þessu verki.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru af tröppusmíðinni og sumir þurfa alltaf að fylgjasst með.