Formleg opnun Kerbúðarinnar er á morgun 15. júní kl. 14:00

Það er ekki að spyrja í dugnaði Tótu, hún er í þessum skrifuðu orðum á leið niður kambana á flutningabíl sem í eru vörur í Kerbúðina. Sem sé formleg opnun Kerbúðarinnar er á morgun laugardaginn 15. júní og er opnunin kl. 14:00.

Að vanda er vöruúrvalið fjölbreytt og fyrir nýja Kerhraunara er auðvitað mikið til sem gúffa má í sig og svo punt, nytjavörur og skraut. Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun enda er veðrið vel til þess fallið að sýna sig og sjá aðra.

Formaður vor heldur mikið upp á þess búð og er því við hæfi að prýða forsíðumyndina með henni en auðvitað á Tóta allan heiðurinn af þessu skemmtilega verkefni.

Eins og sjá má hafa tímarnir breyst og lagerinn þarf stærri bíl en áður – Tóta á leið að fylla á