17. júní 2019 – Gleðilega þjóðhátíð kæru Kerhraunarar

Enn og aftur rennur upp dýrðardagur í Kerhrauni en eins og allir vita hefur sumarið látið sjá sig og sólríkt hefur verið í margar vikur, þessu fylgir þó einn ókostur og það er þurrkurinn, vonum við að veðurguðinn taki upp á því að hafa sól á daginn og rigningu á nóttunni þá er lífið fullkomið.

Í dag er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga og því ekkert annað að segja en „Gleðilega þjóðhátíð kæru Kerhraunarar“ og megi dagurinn verða okkur öllum ánægjulegur í alla staði.

Tóta vaknaði snemma og tók þessa fallegu mynd sem ég fæ hér að láni..)), hvað er betra en svona dagur?