Fordæmalausar aðstæður vegna COVID-19

Árið 2020 reiknuðu flestir með að yrði allt öðruvísi heldur en raunin hefur verið, á nokkrum dögum snerist heimurinn á hvolf út af Covid vírusnum og daglegt líf er svo sannarlega ekki í föstum skorðum.

Fólk er að aðlaga sig breyttum aðstæðum og öll ætlum við að yfirstíga vandann og vinna okkur út úr þessum ófögnuði.

Kerhraunar sem og aðrir ætla að leggjast á eitt og “Hlýða Víði”, við brýnum kærleikann og ræktum fjölskyldu- og vinabönd og við komum breytt úr úr baráttunni og  jafnvel sterkari en við höldum.

Veturinn er að verða ansi langur en inn á milli koma dagar sem gleðja það mikið að Covid gleymist og það styttist í betri tíð með blóm í haga.