Gleðilega óvenjulega páska kæru Kerhraunarar

Það mun sennilega enginn mótmæla því að gengnir eru í garð einhverjir óvenjulegustu páskar sem flest okkar hafa upplifað, það eru flest okkar algjörlega meðvituð um að þetta tímabil mun reyna á og núna reynir á sameiningu þjóðarinnar að standa saman og koma okkur hægt og bítandi inn í eðlilegt líf aftur.

Munum að vera góð og þolinmóð við allt og alla og faðma tré meðan annað er ekki í boði og hugsa vel um maka ykkar eins og væri hann fallegur páskaungi…))) og með þessum orðum óska ég öllum Kerhraunurum innilega gleðilegra páska og megi páksaeggið ylja ykkur og páskaliljurnar gleðja augað.