Barátta getur tekið á en sigrar eru ávallt sætir – Framtíðar G&T strákur

Það hefur tekið dálítið á að láta trjákaup 2020 eftir en kannski er líka spaugileg hlið á þessu öllu því Einar vinur minn hjá Skógræktinni var svo leiður að geta ekki skilað af sér þessum 800 plöntum sem ég pantaði að hann sagði við mig „Gunna mín þú selur svo grimmt að við ráðum bara ekki við þig“…))) en auðvitað spilar margt inn í og við höldum bara inn í haustið síðar og kaupum þá tré. Auðvitað biðst ég afsökunar á ónæðinu sem þetta hefur valdið en ég gerði mitt besta.

Síðustu tré vorsins voru afhent í dag (er samt með nokkur í fóstsi) og nú er staðan sú að 667 Stafafurur eru komnar í jörðu og nú er farið að rigna svo allir geta brosað.

 

Síðan er sagan af „Framtíðar G&T stráknum“ og mér finnst þú svo falleg.

Sigurður og Hrafnhildur í 49/50 eiga Gísla Sigurðsson og hann á dreng sem heitir Sigurður „yngri“ sem er hörkuduglegur strákur. Hann kom með foreldrum sínum um daginn til að ná í tré og ég hef aðeins fylgst með honum og veit honum finnst gaman að vera duglegur. Ég sá mér leik á borði þar sem Einar hafði gefið mér ferlega krúttlegt lítið tré að gefa Sigurði það með þeim skilyrðum að hann gerði allt sjálfur við gróðursetninguna, viti menn hann massaði verkefnið og sendi eftirfarandi myndir og í skilaboðunum sagði pabbi hans að í lok gróðursetningarinnar hafi hann sagt þessi fleygu orð.  „Þessi fallega fura heiti Gunna“ og nú er hann búinn að gera daginn alveg ómetanlegan.