Kerbúðin opnuð 12. júní 2020 við mikinn fögnuð

Allir sem eru utan svæðis öfunda okkur svoooo af því að geta farið í Kerbúðina og keypt kökur, sultur, sápur (þið munið…), skart og skrautmuni og það er gaman að heyra það, Kerhraunarar eru duglegir að líta við og það er það sem hvetur konurnar sem reka búðin að halda áfram því ef enginn kemur þá er engin búð.

12. júní var búðin opnuð en samt eiga söluaðilar eftir að bætast við en hvað sem því líður þá er þetta yndislega skemmtilegt framtak sem ég er mjög þakklát fyrir og barnabörnin mín spyrja oft um litlu búðina.

ÁFRAM KERBÚÐARKONUR ÞVÍ ÞIÐ ERUÐ ÓMISSANDI