Átak í maí – FLÖSKUSÖFNUN

Sennilega hefur safnast upp heill hellingur af flöskum og dósum hjá okkur Kerhraunurum í COVID ástandinu, því langar stjórn að efna til átaks um söfnun á flöskum og dósum í maí til styrktar félaginu en eins og allir vita þá notum við peningana sem fást fyrir okkar annars glæsilegu söfnun til trjákaupa og þar sem afmælisafslátturinn gildir árið hjá Skógræktinni þá biðlum við til ykkar að láta eitthvað að hendi rakna.

Ekki bara að það sé gaman að fá tré á svæðið heldur líka það að við erum að leggja heilmikið til kolefnisjöfnunar.

Það gæti verið gaman ef vel tekst til að fjölskyldur geti óskað eftir að gróðursetja tré á útivistarsvæðinu á afmörkuðum bletti  t.d. 10 trjám (úr söfnuninni). Í  framtíðinni væri þá hægt að vitna í að þetta gerðum við nú fyrir x x x x mörgum árum og nú sitjum við hér í skjóli trjánna….)))

Þeir sem skila flöskum hafi þær í svörtum plastpoka sem bundið er fyrir og það má setja pokana fyrir framan gáminn.

Á neðangreindum myndum má sjá ferlið sem fer í gang ef við erum dugleg. Tökum hondum saman og mössum þetta verkefni.