Gleðilegt sumar kæru Kerhraunarar

Í dag er runninn upp sá dagur sem flest ef ekki öll okkar hafa beðið eftir í marga mánuði, þessi dagur markar upphaf sem felst í því að öll ætlum við að fagna sumrinu, njóta þess og gera svo ótal margt. Það er bara af hinu góða að láta sig dreyma um komandi mánuði meðan við glímum við COVID19 ástandið og öll vonumst við til að meðan sumarið fer hægt af stað þá fylgi því pakki um að lífið verði eins og það var síðasta sumar,

Við höfum lært mikið á síðustu vikum og eftirvill skilur þessi tími eftir sig  fullt af jákvæðni, jákvæðum hugsunum, jákvæðum samskiptum, jákvæðum áformum og svo má lengi telja.

Við Kerhraunarar munum og ætlum að standa saman sem einn hópur og gera allt til þess að Kerhraunið okkar haldi áfram að vera besti staður í heimi.

Megi sumarið koma með góða tíð, blóm í haga, Stafafurur á hverja lóð, síkáta nágranna og þegar líður á þá getum við skvett úr klaufunum saman.

 

Kæru Kerhraunarar, takk fyrir veturinn og gleðilegar sumarkveðjur frá stjórn.