Jólaljósin í Kerhrauni 2020 – Fyrri hluti

Yndislegur tími er framundan en þessum tíma fylgir að alltaf er minni og minni dagsbirta á daginn, ég er búin að fara nokkrar ferðir til að reyna að ná jólaljósunum á mynd svo vel sé enda er ærin ástæða til að fanga þessa fegurð á mynd. Aldrei fyrr hefur Kerhraunið verið svo mikið skreytt og kannski á eftir að bætasst við en ég veit að búið er að skreyta meira en ég náði á mynd (bara slökkt meðan enginn er í húsunum).

Í dag fór ég og vannst mér ekki tími til að fara á B svæðið til að mynda því það var komið kolniðamyrkur og þetta þýðir að reyna verður á morgun aftur, ég ákvað samt að senda þetta út sem fyrri og seinni hluti og vona að fólk gleðjist við að sjá hversu fallegt er orðið í Kerhrauni og minna má á að nú styttist í jólin og ef ljósum fjölgar þá bæri ég því inn í fréttirnar.

Njótið vel kæru Kerhraunarar

Hans og Tóta er með þetta alveg á hreinu hvað skreyting þýðir

Viðar og Lára komu hér í flugumynd um síðustu helgi – hviss, hvass og búmm, Allt skreytt



Kjartan og Kolla eru í „RÓMÓ“bjarma með sniðugulega skreytt tré 



Guðbjartur og Svana með fallega vafningsskreytinu sem lifa má á allt árið


Daníus og frú með fallega skreytt hús, ég held ég þurfi aftur að mynda því það var slökkt á einhverjum ljósum


Hörður og Fanný með fallega upplýsta „Guðrúnu“

Hallur og Steinunn stjörnuprýdd


Sigurður og Hrafnhildur búin að setja jólaljósin upp á skjólvegginn


Eyjafólkið Ágúst og Jenna láta sitt ekki eftir liggja


Lúlli og Lovísa ljósum prýdd



Gunni og Sóley smá hreyfð sem laga þarf á morgun


Þorgeir og Daný Erla með krúttlegan hring


Jóhann og Svava með sína fyrstu jólaskreytingu


Ævar og Bergþóra með lítil sæt tré við fallaga húsið sitt


Guðmundur og öll fjölskyldan tilbúin með jólaseríuna og myndin tekin í ljósskiptunum

Steini og Fríður vel upplýst

Finnsi og Gunna með sitt stöff