Jólakveðjur Kerhraunara 2020

Kæru Kerhraunarar!

Nú styttist í að jólahátíðin gangi í garð og við komin í okkar „jólakúlur“. Fyrir hönd stjórnar langar mig að senda ykkur öllum og fjölskyldum ykkar kærar jóla- og nýárskveðjur. Vonandi tekst okkur flestum að heimsækja Kerhraunið um hátíðarnar og njóta stundarinnar í okkar dásamlega sælureit sem hefur tekið á sig ljósum prýddan jólalegan blæ.


Ég læt hér fylgja með sem smá jólaglaðing „Jólavísu“ eftir Þorstein Erlingsson.

 

Í æsku var margt á annan hátt,
og allir á nýju kjólunum;
í musterum álfa og manna kátt
og messað á öllum stólunum.
Þó nú sé af englum orðið fátt
og álfarnir burt úr hólunum,
þá gleður það enn að gefa smátt
að gamni sínu á jólunum.

 

Með jólakveðju,
Fanný Gunnarsdóttir, formaður