Áramótin marka tímamót – GLEÐILEGT ÁR

Áramótin marka tímamót, þau eru endapunktur á tímaskeiði sem við viljum flest gleyma sem fyrst, við eigum samt eftir að líta um öxl og minnast ársins 2020 sem hefur verið mjög merkilegt ár vegna COVID og líka hversu fljótt við fengum bóluefnið. Staðreyndin er að 2020 er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka en minningarnar munu lifa hvort sem manni líkar það betur eða verr. Ljúfar minningar kveikja bros á meðan erfiðir tímar kalla fram trega og söknuð.

Við skulum ganga til móts við árið 2021 með jákvæðu hugarfari  – huga að velferð þeirra sem standa okkur næst – án þess að gleyma þeim sem eiga um sárt að binda vegna bágra kjara, heilsubrests eða ástvinamissi.


Stjón sendir öllum Kerhraunurum og fjölskyldum þeirra óskir um gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir gott samstarf á árinu.

 

 

 

.