Blíðskaparveður þegar „Samlagsvegaframkvæmdum“ er að ljúka

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að til fjölda ára hefur verið barist fyrir „Samlagsveginum“ og nú fer að sjá fyrir endann á verkefni ársins. Það er búið að keyra í veginn og senn fer hann að rísa úr jörðu og ætti það að létta snjósöfnum.

Samlagsstjórnin sem er samsett úr tveim í stjórn frá okkar félagi, formaður og stjórnarmaður, E svæði, einn í stjórn, Hraun, einn í stjórn, Hólar, einn í stjórn og Kerbyggðin einn í stjórn og hefur stjórnin unnið að því að koma þessu verkefni á koppinn og mun halda því áfram.

Það sem er líka gleðilegt er að haustið hefur verið okkur hliðhollt í alla staða og hreppurinn yndislegur að samþykkja að vegurinn verði í framtíðinni í umsjón þeirra sumarhúsafélaga sem nota hann.