1. hluta „Samlagsvegar“ lokið – huga að næstu skrefum

Hver man ekki eftir því þegar umræðan um gömlu Biskupstungnabrautina byrjaði og umræðuna um veginn, hugleyðingarnar um lausnir og samtölin um hversu mörg ár það myndi taka að koma honum í það horf sem okkar dreymdi um. Í dag miðvikudaginn 1. nóvember 2017 er komið að tímamótum hjá okkur því eftir að „Samlagsvegurinn“ var samþykktur á aðalfundum félaganna þá hefur sameiginleg stjórn félaganna unnið stíft í því að öðlast umráðarétt yfir veginum og viðkenningu á að viðhald yrði í höndum félaganna.

Send voru út útboðsgögn og buðu þrír aðilar í veginn. Samið  var við Benedikt og umsamin verklok 1. nóvember, það stóðst svo Benni stóð sig með prýði.  Seinnipartinn í dag var það verk samlagsstjórnar að taka sér frí frá vinnu til að fara og taka út veginn eða raunar að sjá hvort unnið hafi verið eftir útboðslýsingu.

Það er skemmst frá því að segja að fulltrúar Kerhraunsins, Hallur og Guðrún mættu, Þorvaldur á E svæði mætti, Björn í Hólum mætti, Ísak í Kerbyggð mætti í morgun en Guðmundur í Hrauni komst ekki og þetta fólk tók sem sé veginn út og komst að því að hann væri tilbúinn í mælingu (áður en verkið hófst lét stjórn gera GPS mælingu á veginum og í verklok er vegurinn svo mældur aftur) og þannig fæst nákvæm magntaka sem greitt er svo eftir.

Það er alltaf gaman að eiga myndir af skemmtilegum atburðum en það er til fólk sem er mjög myndavélafælið…))) , svo þarf bara að fá myndir lánaðar ef ekki hafa einhverjar náðst.

 

Hvað er fallegra en rauðamölin sem gerir svæðið svo fallegt en auðvitað er hún ekki góð á parketti:))

ÉG lofaði „Vegamálastjóranum“ að ég skyldi ekki mynda hann í þessari ferð og ég næstum stóð við það

X kvótakóngurinn á E svæði hann Þorvaldur var ekki með neitt múður enda með hugann við nýju kerruna sína

Björn í Hólum er nauðsynlegt að hafa með í hverri för því hann er endurskoðandi og veit mun á 110 og 1100


Ísak var á fullu að selja eignir og mætti í morgun á staðinn og því þurfti að fá að láni mynd af honum

Eins og sjá má hangir konungleg kerra aftan í bíl Þorvaldar


Alltaf nauðsynlegt að hafa bakkmyndavél í bílnum og GPS til að rata á staðinn.

Svona að lokum þá bíðum við eftir niðurstöðu mælinga og þegar það er komið þarf að gera upp og síðan að kanna hvað við eigum að peningum til að kaupa gráa möl í ofanálag. Síðast en ekki síst – EKKI KEYRA HRATT Á VEGINUM MEÐ HANN ER AÐ ÞJAPPAST BETUR NIÐUR.