Fegurðin flæðir um Kerhraunið 12.10.17

Haustið hefur verið yndislegt í alla staða og því um að gera að eiga mynd frá einum fallegasta degi þessa hausts. Gaman að geta þess í leiðinni að nýja girðingin milli Miðengis og okkar  er komin upp og aðeins eftir að fjarlægja hluta af þeirri gömlu. Það verður verkefni G&T dagsins 2018 og ég þekki okkur rétt þá rúllum við henni upp.