Þegar eitt hús fer þá annað kemur, kannski – Kveðjustund

Það var ekki laust við að eigendur lóðarinnar gleddust þegar húsið var á leið úr Kerhrauninu, langþráð bið á enda, loksins kominn timi sem búið er að bíða eftir í marga mánuði, húsið að fara og tími skipulagningar, gróðursetningar og landlagsbreytinga að verða að veruleika.

Ekki hefur verið setið með hendur í skauti sér þótt húsið væri á staðnum, ó nei, legið hefur verið yfir hugmyndabankanum og byrjað hefur verið að gróðursetja á lóðinni.

Hjónakornin eru ekki þau einu sem finnst gott að húsið er farið úr því það átti á annað borð að fara, nú er það komið í hendur á nýjum eigendum sem ætla að gera það að „Draumhöll“ sinnar framtíðar og með eftirfarandi myndum kveðjum við húsið sem staðið hefur svo lengi í Kerhrauni eitt og yfirgefið.
.


.