Hér stendur eitthvað mikið til, hvað skyldi það vera ??

Á annan í hvítasunnu þegar flestir lágu í fastasvefni þá voru þeir Hans og Finnsi komnir á stjá, ekki til þess eins að njóta góða veðursins sem verið hefur alla hvítasunnuhelgina, heldur enn og aftur til að vinna að því að gera Kerhraunið betra og þökk sé þeim hversu duglegir og bóngóðir þeir eru þegar þeir vita af verkum sem vinna þarf, enda þarf ekki að biðja þá tvisvar ef eitthvað liggur fyrir.

En hvert var þá verkefni dagsins, var það kannski að setja upp varðstöð við rafmagnshliðið og gera það gjaldskylt, það var eitthvað í svipnum á Hans sem fékk mig til að hugsa þetta.

.

.
en það lá ljóst fyrir að ef svo væri þá færi engin fram hjá
honum án þess að punga út pening 

Þegar betur er að gáð þá lá þetta ljóst fyrir, margir hafa líka örugglega tekið eftir löngu framlengingarsnúrunni sem legið hefur meðfram veginum , hún hefur bæði verið notuð fyrir myndavélina og svo jólatréð. Nú var kominn timi til að koma henni neðanjarðar áður en farið verður að keyra í veginn.

.

.
Eftir að ákveðið var hvernig að þessu yrði staðið
var Hans tilbúinn með rafmagnsrörin
og Finnsi með gröfuna

 

.
Upphafspunkturinn valinn
.

 

.
Fyrsta skóflustungan
.

 

.
Hans ætlar sér að finna inngöngu í rafkassann,
fann hann en fannst hann heldur þröngur
.

.
Finnsi uppástóð að hér væri líka innganga en svo var ekki
.

.
þá verður að notast við þennan og Hans brunar eftir fjöður
.
.
Niðurlagning hafin enda aldrei að vita nema einhver fari að skella á.

.
„Lifandi skelfing geta þessi menn brasað, væri ekki betra að
eiga svona gott hundalíf eins og ég?“
.

.
Það var eins og við manninn mælt

.

.
báðir hegðuðu sér eins og þeir hefðu lesið hugsanir Rusty
.

.
þeir  skelltu sér báðir á  fjóra fætur
.

.
En það gekk ekki til lengdar, verkinu skyldi lokið
.

.
og nú var Hallur mættur á staðinn,
feginn að ekki var búið að keyra hliðið niður
.

.
hér er Finnsi kominn yfir götuna
.

.
og tími til að klára að leggja kapalinn í skurðinn og moka yfir
.

.
Hallur sammála því að moka bara yfir
.

.
slétta og snurfusa
.

.
og moldarhrúgann fjarlægð, næst verður það raftengingin
og eftir það verður allt klárt fyrir t.d jólaljósin
.